Velkomin í Selárdal

Safnið er um verk listamannsins Samúels Jónssonar sem lést 1969. Við kynnum hér endurreisn listaverka og bygginga Samúels og verkefni safnsins og starfsemi í Selárdal í Arnarfirði. Byggingar Samúels og höggmyndagarður voru hans síðustu verk og staðnum hefur nú verið breytt í safn. Við kynnum hér starf safnsins og sögu þess, viðgerðir og endurreisnarstarf.

Skoða

Steyptir draumar – líf og list Samúels Jónssonar

Í þessari bók er fjallað um líf og list Samúels og birtar myndir af verkum hans sem flest eru í einkaeigu, en mörg hafa glatast. Einnig eru birtar myndir sem sýna Samúel á síðustu árum hans á Brautarholti og myndir af listasafninu eftir lát hans. Jafnframt segir hér af endurreisnarstarfinu frá því Félag um endurreisn listasafns Samúels var stofnað 1998. Ólafur J. Engilbertsson er ritstjóri bókarinnar. Gerhard König skrifar um sýn og aðferðir Samúels og ásamt Kára G. Schram skrifa þeir um endurreisnarstarfið.

Bókin er 160 blaðsíður að stærð, innbundin og í stóru broti. Hún fæst í helstu bókaverslunum og hjá útgefendum, Listasafni Samúels og Sögumiðlun.

 
Lesa nánar - Kaupa bók

Velkomin í Selárdal

Welcome to the website Samuel Jonsson Museum. The museum exhibits the works of artist Samúel Jónsson who died in 1969.  Samúel´s buildings and sculpture garden were his last projects, the site is now a museum.  On this page you will get basic information about his life and some stories about him. For further information click on the links above. The page, where you are, includes the text of HEIM (Home) and SÖGUR (stories).

Verk Samúels

Öll verk Samúels bera honum fagurt vitni og var hann víða þekktur fyrir hæfileika sína sem hann átti í ríkum mæli. Hans er þó hvergi getið í ritum um íslenska listasögu. Þó gerðu margir sér leið út í Selárdalinn til að líta eigin augum verk Samúels sem voru þar til sýnis eins og hver önnur fullgild listaverk.

 

Lesa nánar

Verkin

Sumar

5000

Listahátíð Samúels

Hafa samband

Sendu okkur fyrirspurn

Um Samúelasafnið

Safnið er um verk listamannsins Samúels Jónssonar sem lést 1969. Við kynnum hér endurreisn listaverka og bygginga Samúels og verkefni safnsins og starfsemi í Selárdal í Arnarfirði. Byggingar Samúels og höggmyndagarður voru hans síðustu verk og staðnum hefur nú verið breytt í safn. Við kynnum hér starf safnsins og sögu þess, viðgerðir og endurreisnarstarf.

Staðsetning

Selárdalur

opnunartímar

 

Opnunartími í sumar er júní, júlí og ágúst

netfang

info@samuelssafn.is

Sími

822 1931

Fyrirspurnir




    Stjórn

    Kári G. Schram
    Formaður

    Sólveig Ólafsdóttir

    Ólafur Jóhann Engilbertsson

    Gerhard König

    Elísa Schram